Færsluflokkur: Dægurmál

Er ekki rétt að byrja aftur að blogga.

Jú, síðan mín er enn til, af hverju ekki.

Seríos í hádeginu.

Já ég nennti ekkert að elda,barnlaus,nýkominn að vestan,frá Eyri að sjálfsögðu,alveg eins og Egils,votta a húmor,berjamó,já þvílíkt,engu líkt af berjum,tíndi fimm lítra af aðalbláberjum,hverjum datt í hug að tína ber í lítratali,bara telja berin.

Núna er bara verið að spartla heima síðan er spartlið pússað af aftur,en holurnar og rifurnar hverfa,vissuð þið þetta.

 

 

 

 

 


Var einmitt að pæla.

Hvað ég hefði gert fleira í júní,en að fara á ættarmótið,fiskigrillið,systkyni mín komu og við vorum með villtan atlandshafsþorsk,gadus morhufa,landslag yrði lítilsvirði ef það héti ekki neitt,og hann var marineraður á þrjá vegu,í hvítlauksolíu,síturónupipar og rósmarin,og síðast en ekki síst aceto balsamico di modena since 1865,shjitt útrunnið,það fattar það enginn,ef þú veist ekki  lesandi góður hvað þetta er þá vertu ekki að lesa meira því þú virðist ekki hafa mikið vit á matargerð LoL  nei,nei bara grín,ég upplifi mig svo oft svona þegar ég er að skoða matreiðslubækur,skil ekkert hvað er verið að segja,og þessu var skolað niður með vatni og gosi,ljúgðu gosi,sagði ekki konan það sem sat á nefinu á GosaSleeping fór til Benedorm á Spáni,flaug þangað sem eina málverkið í minni eigu er ættað frá,sá næstum Þórdísi sitja úti og mála,hefði kannski þurft að vera fyrr á ferðinni,með í þessari frábæru för,voru 60 prósent erfingja minna.CIMG4213Og svo síðast en ekki síst, fór ég í ferð á slóðir föður afa míns og ömmu,Jóns Ólafssonar og Vilborgar Guðmundsdóttur,en ég reyni að setja inn myndir af því næst þegar ég kem í land,en nú er hafið sem kallar á morgun,og þá hvísla ég yfir hafið,góða nótt.

Hægri eða vinstri.

Og ég beygði til vinstri,þegar ég fór af ættarmóti Sveinsstaðarættarinnar,og beygði vestur á firði,gat bara ekki beygt til hægri,skrítið.kem að þeirri ferð seinna.d_bland_vestur_08_cimg4166.jpg

En á ættarmótinu skemmti ég mér alveg stórkostlega,mikið, hló,fékk að vita meira,hvíldist,minntist,borðaði,og dansaði alveg upp að hælum,og ekki má gleyma söngnum,hann er ekki langt undan þegar sveinsstaðafólkið er saman komið,og er þá ekki gerður munur á nóttu eða degi,en ég er tengdur þessari ætt eins og flestir vita,í gegnum fóstur föður minn Steinar Sveinsson sem var besti pabbi í heimi,og aldrei fékk ég að finna fyrir því á nokkurn hátt að ég væri ekki sonur hans,það er alger snilld að vera þeim eiginleikum gæddur.


Ég er vaknaður.

Taktu til við að tvista,eða blogga,já kom af sjónum í gærmorgun kl 0800 eftir ágætlega vel heppnaða sjóferð,núna er ég vaknaður fyrir allar aldir kl o4oo og bíð eftir að allir hinir í þorpinu vakni svo ég geti hitt sem flesta áður en ég fer aftur á sunnudaginn,svona svipað og drekinn í fjallinu sem beið einnig eftir að þorpið fyrir neðan fjallið hanns vaknaði,en það var svo erfitt hjá honum að tala,vegna þess að þegar að hann ætlaði að tjá sig spúði hann eldi,þannig að hann kveikti elda allt í kringum sig,þess vegna bíð ég rólegur eftir að þorpið hjá hellinum mínum vakni.


Fugl á flugi og ofursyfja!

Alveg eins og drusla síðastliðið laugardagskvöld,maðurinn sem ætlaði út að skemmta sér,sofnaði í stofusófanum,vaknaði 21:30 að staðartíma,velti sér á hina hliðina,og svaf áfram,á sjálfan sjómannadaginn,er bleik ekki brugðið,jú svo sannarlega,en skjálftinn,nei ekki í lærunum,heldur neðar,í jörðinni,setti fuglinn minn á flug,fyrst flaug hann norður yfir atlandshafið,settist niður í kiwanishúsinu,síðan lenti hann ofan á eldhússkápnum en hentist niður á gólf,og ekki sá á honum við byltuna,eina tjónið á heimilinu,sem betur fer.


Kominn í land !

Jæja,er ekki allt í lagi að fara að rifa augun og fara að skrifa eitthvað,og takk til þeirra sem hafa verið að líta við og hafa haft fulla trú á því að ég væri ekki hættur að blogga,sjómannadagurinn framundan og nóg um að vera,árshátíð HB-Granda í kvöld, í glæsisalnum Gullhömrum,humarsúpa í forrétt,og sem mikill áhugamaður um humarsúpur (vægast sagt) bíð ég alveg svakalega spenntur, Smile  og eitthvað á ég til af myndum,sem ég lauma inn fljótlega,en nú fer bakaríið að opna,kannski er Sigrún Huld að vinna,kaupa eitthvað ofaní ungana sem voru svo góð að bíða eftir pabba sínum til klukka eitt í nótt,já fullt rúm af fólkiWhistling

Jói leit inn

Jóhann Ólafsson vinur minn leit við mér til mikillar gleði,Jói er gamall skipsfélagi,nágranni,sálusorgari,pólitískur andstæðingur,pólitískur samherji,við höfum stundum talað saman í marga klukkutíma um allt á milli himins og jarðar,konur og menn,og jafnvel eðlisfræði togvíra,gaman að sjá hvað kallinn er ferskur og sý ungur.

Jói

 

 


Ég verð rekinn !

Sjitt happends,alltaf gaman að búa að því að hafa verið fyrirmyndarnemandi í gamla daga og sofa ekki í útlensku tímum,geta skotið inn einu og einu orði til þess að krydda bloggið,en tilefnið er að ég hef ekkert bloggað alveg rosalega lengi og verð kannski rekinn úr félaginu á næsta aðalfundi,nei,nei.PPottagaldrar

En síðasta vika og helgin var virkilega skemmtileg,undirbúningur fyrir veislu 2 hjá Margréti var skemmtilegur,hugmyndakúturinn kláraðist með góðri hjálp,og fullt af tillögum um það hvernig góð,já besta sjávarréttasúpa skildi vera gerð,já bara skemmtilegt,og svo var sjálf veislan,yndislegt að fá fullt af fólki á einn stað og borða saman sjávarfang,takk allir saman fyrir frábæran dag í Kiwanishúsinu 06032008.

Fermingarbarnið


Saltfiskur í afvötnun

Já ég var að kíkja á saltfiskinn í útvötnuninni í morgun,saltfiskrétturinn á að fara í steikingu og bökun seinnipartinn í dag,hvítlauksbrauðið orðið bakað,fryst og klárt fyrir morgundaginnCIMG3436CIMG3442Fiskibollurnar voru steiktar í gær og verða bornar fram með súrsætri sósu og grísgrjónum.Nú einhver sósa verður að vera með Lúðunni sem ég gróf í ísskápnum.CIMG3445Rósótti kúturinn verður notaður til að auka hugmynda og tjáningarþörf þeirra sem reka inn nefið í dag og geta gefið góð ráð í lögun á sjávarréttasúpu sem inniheldur bolfisk,rækjur,humar og hörpufisk,ef þú ert með svona nef,rektu það inn.

CIMG3444


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband