5.4.2008 | 10:43
Saltfiskur í afvötnun
Já ég var að kíkja á saltfiskinn í útvötnuninni í morgun,saltfiskrétturinn á að fara í steikingu og bökun seinnipartinn í dag,hvítlauksbrauðið orðið bakað,fryst og klárt fyrir morgundaginnFiskibollurnar voru steiktar í gær og verða bornar fram með súrsætri sósu og grísgrjónum.Nú einhver sósa verður að vera með Lúðunni sem ég gróf í ísskápnum.Rósótti kúturinn verður notaður til að auka hugmynda og tjáningarþörf þeirra sem reka inn nefið í dag og geta gefið góð ráð í lögun á sjávarréttasúpu sem inniheldur bolfisk,rækjur,humar og hörpufisk,ef þú ert með svona nef,rektu það inn.
Athugasemdir
Nú drepuru mig! Vona að ég verði meðal gesta þegar þú handerar svona fyrsta flokks sjávarréttahlaðborð!
Góða og óða skemmtun.
www.zordis.com, 5.4.2008 kl. 10:56
Suðræn sveifla,málverk,veggir og talverk,er ekki næsta sýning um versló,þá er bara að bruna í bílskúrskistuna og velja réttu tegundirnar,kannski kemur þú með eina suðræna bakkaló.
Jón Arason, 5.4.2008 kl. 11:04
Nefið mitt reis eins og fjallgarður í ásjónu minni þegar ég las þetta og mun ég koma og tæma í kútinn......ekki get ég verið með fjallgarð í veislunni......sjáumst.
Solla Guðjóns, 5.4.2008 kl. 12:15
Var so asskoti keppinn að rekast á þennan kút í geymslunni og ekki er nú gott að horfa upp á sonna hlut renna út á síðasta söludegi......
steinka (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 13:00
Steinka suð.........
Solla Guðjóns, 5.4.2008 kl. 13:43
Vá geggjað girnó hjá þer Jonni ekki að spyrja að því
verði ykkur bara að góðu !!!! algjörlega
Sigrún, 5.4.2008 kl. 22:26
Sælinú frændi!
Frábært að sjá ykkur Sollu frænku á blogginu. Ég verð þó að viðurkenna að það er um það bil það síðasta sem ég átti von á að finna á þessum botnlausa veraldarvef. Takk kærlega fyrir humarsúpuna og alltsaman. Það var bara hörkufjör á fólki þarna - hefði næstum þurft að vera eftirpartí... ;) Kyss og knús!
Þorbjörg Auður (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.