9.8.2008 | 08:50
Var einmitt að pæla.
Hvað ég hefði gert fleira í júní,en að fara á ættarmótið,fiskigrillið,systkyni mín komu og við vorum með villtan atlandshafsþorsk,gadus morhufa,landslag yrði lítilsvirði ef það héti ekki neitt,og hann var marineraður á þrjá vegu,í hvítlauksolíu,síturónupipar og rósmarin,og síðast en ekki síst aceto balsamico di modena since 1865,shjitt útrunnið,það fattar það enginn,ef þú veist ekki lesandi góður hvað þetta er þá vertu ekki að lesa meira því þú virðist ekki hafa mikið vit á matargerð
nei,nei bara grín,ég upplifi mig svo oft svona þegar ég er að skoða matreiðslubækur,skil ekkert hvað er verið að segja,og þessu var skolað niður með vatni og gosi,ljúgðu gosi,sagði ekki konan það sem sat á nefinu á Gosa
fór til Benedorm á Spáni,flaug þangað sem eina málverkið í minni eigu er ættað frá,sá næstum Þórdísi sitja úti og mála,hefði kannski þurft að vera fyrr á ferðinni,með í þessari frábæru för,voru 60 prósent erfingja minna.Og svo síðast en ekki síst, fór ég í ferð á slóðir föður afa míns og ömmu,Jóns Ólafssonar og Vilborgar Guðmundsdóttur,en ég reyni að setja inn myndir af því næst þegar ég kem í land,en nú er hafið sem kallar á morgun,og þá hvísla ég yfir hafið,góða nótt.
Athugasemdir
Já, svo komst til Spánar ... og flaugst um firði lands. Og ert horfin út á haf eins og ekkert!
Takk fyrir innlitið í gær!
www.zordis.com, 9.8.2008 kl. 09:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.